Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Braga kaffi

Óður til Braga

Hver var Bragi? Jú, það eru til tvær kenningar um hvers vegna kaffið fyrir norðan fékk þetta nafn. Önnur er sú að þar hafi menn haft í huga skáldskapargoðið Braga, son Óðins. Öllu líklegri kenning er þó sú að kaffið sé kennt við brasilísku borgina Braganca eins og Ríókaffið er kennt við Rio de Janeiro. Hvernig svo sem það var, hefur Bragi fylgt  íslenskri þjóð í gegnum súrt og sætt og enn er í fullu fjöri. Sumir geta bara ekki horft framan í nýjan dag án þess að fá sér hressandi sopa af Braga!

 


Þrjár tegundir eru til af Braga kaffi:

  • Gulur Bragi 250 g. og 500 gr. Uppistaðan í Gulum Braga er kaffi frá Brasilíu, bætt með svolitlu Kólumbíukaffi og Kosta Ríka-baunum.
  • Braga Amerika 500 gr. Þetta er kaffi frá Mið-Ameríku. Baunirnar eru einkum frá Guatemala, Kosta Ríka og Hondúras.
  • Braga Kólumbía 250 gr, og 500 gr. Fæst einnig í 70 og 80 gr. skömmtum fyrir stórar kaffivélar. Þetta er milt Kólumbíukaffi með svolitlu af baunum frá Kosta Ríka og sérvöldum baunum frá Brasilíu. 
  • Þá er einnig hægt að fá Braga espresso í baunum í 1 kg. pokum.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn