Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Rúbín

Nýjasta nýtt frá Nýju kaffibrennslunni eru Rúbín-baunirnar. Víða er að finna sjálfvirkar kaffivélar sem mala baunirnar fyrir hvern bolla og fyrir þessar vélar eru Rúbín-baunirnar tilvaldar. Nú, eða bara til að mala sjálfur í kvörninni heima áður en hellt er upp á ilmandi, nýmalað kaffi!Fjórar bragðtegundir eru fáanlegar:

  • Svartur Rúbín: Aðaluppistaða blöndunnar eru baunir frá Kólumbíu og Kenya en við þær er blandað baunum frá Kosta Ríka og Brasilíu. 
  • Rauður Rúbín: Hér er meginuppistaðan baunir frá Suður-Ameríku með smá hjálp frá Kenya. Mild og góð baunablanda.
  • Espresso: Þessar baunir þarf vart að kynna!
  • og ný einstaklega ljúffeng tegund sem við köllum Baunablöndu Valdísar. Þar er fimm baunategundum blandað saman en hvaða baunir það eru - það er leyndarmál!

Baunirnar er hægt að fá í 500 gr. og 1 kg. pakkningum. Í hverjum kassa eru 8 kg.


Að sjálfsögðu bjóðum við líka Rúbínkaffið malað í þremur útgáfum:

  • Svartur Rúbín: Hágæða blanda frá Kólumbíu og Keyna ásamt dálítilli viðbót frá Brasilíu og Kosta Ríka. Kaffið er valið af mikilli alúð til að ná fram því besta.
  • Rauður Rúbín: Suður-amerísk blanda með örlitlum keim frá Afríku. Uppistaðan er Brasilíukaffi en auk þess er í blöndunni kaffi frá Kólumbíu, Kosta Ríka og Kenya.
  • Grænn Rúbín: Milt eðalkaffi frá Kólumbíu, Kosta Ríka og Brasilíu. Hressandi fyllt bragð og ferskur ilmur gerir það að frábærum drykk sem gott er að njóta.

Malað kaffi er selt í 500 gr. og 1 kg. pokum og eru 8 kg í hverjum kassa. Einnig er hægt að fá kaffið í smærri skömmtum sem henta fyrir stórar kaffivélar og nýtist kaffið þannig best. Skammtarnir eru ýmist 70 eða 80 gr. og þarf þá bara einn skammt fyrir hverja uppáhellingu.


.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn