Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Kaffilögun

Fjórar vinsælustu aðferðirnar til að laga kaffi.
Nota hrein áhöld gott kaffi og hreint vatn

Ketilkaffi
Vatn sett í keltil eða pott og kaffiduftið sett út í og látið sjóða 

Filterkaffi
Pappírsfilter settur í trekt eða könnur og kaffiduftið sett í og heitt vatn látið renna í gegn. Lögunartími á 1 líter ca 4,5-5 mín. Passa vel að vatnið sem fer yfir kaffiduftið sé 92-96° heitt  og kaffið má ekki standa lengi á hita eða í hitabrúsum.

Pressukönnukaffi
Heitt vatn sett í pressukönu og kaffiduftið sett saman við og látið standa í ca 5 mínútur og síðan er síunni þrýst niður í könnuna.

Espresso kaffi
Lagað í sérstökum kaffivélum með þrýstingi (9loftþ.) og lögunartíminn er ca 25 sek. Rétt magn 6.5-7g pr bolla (0,4-0,5 dl) og einnig er miklilvægt að mala kaffið rétt því ef kaffið er og gróft þá verður froðan ójöfn og ef mölunin á kaffinu er of mikil þá verður froðan lítil og dökk. Malið ekki meira en þörf er fyrir og ekki geyma malað kaffi til næsta dags.

Almennt
Notið hrein áhöld og ferskt vatn
Notið rétt magn af kaffi (50-60 g pr. L)
Rétt hitastig 92-96°
Kaffið má ekki standa lengi


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn