Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Innkaup á hrákaffi og gæðaeftirlit

Í kauphöllinni í New York er skráð heimsmarkaðsverð á hrákaffi, sem hækkar eða lækkar eftir framboði og eftirspurn.

Innkaup á hrákaffi fara fram í gegnum fyrirtæki sem NK á hlut í, Naf Trading a/s í Danmörku. Pantaðar eru baunir sem NK vill fá, t.d. frá Brasilíu og fer þá Naf á stúfanna og leitar að tilboðum fyrir okkur hjá útflytjendum í Brasilíu eða söðuaðilum þeirra í Evrópu. Naf sendir NK tilboð og við veljum úr þeim. Við kaupum yfirleitt hrákaffið í 20 feta gámum frá upprunalandi, en ef við erum að kaupa tegundir sem lítið selst af, þá kaupum við kaffið á kaffimörkuðum í Evrópu. Áður en söluaðili fyllir gáminn af kaffinu þá sendir hann okkur prufu af því kaffi sem við ætlum að kaupa og við brennum prufuna og smökkum. Ef hún stenst okkar kröfur er prufan samþykkt, söluaðilinn fyllir gáminn og sendir af stað til Íslands.

Þegar gámurinn kemur í hús, tökum við prufu úr kaffinu og berum saman við það sem við samþykktum. Gæðamál eru ofarleg í okkar huga og áður en farið er að brenna og mala í stórum stíl,  tökum við alltaf prufu úr sendingunni og hellum upp á í kaffistofunni á hverjum morgni. Við verðum því fljótt vör við það ef eitthvað fer úrskeiðis í framleiðslunni.
Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn