Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Ræktun

Kaffiplantan

Kaffiplantan vex í hitabeltinu og það eru tvö afbrigði ræktuð í heiminum í dag, coffea arabica og coffea canephora.
Arabica er eftirsóttara og dýrara (baunirnar stærri fallegri og gefa betra bragð) en Canephora , sem í daglegu tali er kallað Robusta er auðveldara í ræktun og harðgerðara, en þykir ekki jafngott kaffi og þ.a.l. í mun lægra verði á heimsmarkaði 
Kaffiplantan blómgast og ber ávöxt. Innan í ávöxtunum eru kaffibaunirnar tvær saman og mynda samloku. Blómin eru hvít og breytast í græn ber í fyrstu en verða rauð þegar þau eru orðin þroskuð. Berin eru tínd af trjánum eða falla af og eru tínd af jörðinni þegar þau hafa náð fullum þroska.
Þá er eftir að ná baununum innan úr berinu og er það gert með tvennu hætti. Annar vegar með því að þurrka berin þar til hægt hægt er að mylja ávaxtakjötið utan af baununum (þurrkun) eða með því að setja baunirnar í tank, láta baunirnar gerjast og þvo svo aldinkjötið af baununum með vatni.(þvottur) Kaffi frá Brasilíu er að mestu þurkað kaffi en kaffi frá Colombíu og Mið Ameriku er þvegið. Kaffi frá Afríku er annaðhvort þurkað eða þvegið.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn