Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Bæði gömul og ný

Þrátt fyrir nafnið, á Nýja kaffibrennslan sér langa sögu. Forverar hennar eru Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hf. og Kaffibrennsla Akureyrar, sem lengst af var í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga og KEA.

Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hf. var stofnuð árið 1924 og Kaffibrennsla Akureyrar – sem fyrst hét reyndar Kaffibrennsla Stefáns Árnasonar – var stofnuð 1931.

Lengi vel öttu þessar tvær kaffibrennslur kappi um hylli íslenskra neytenda. Og slagurinn var stundum harður. Menn fylktu sér að baki sínum framleiðendum eftir því hvar á landinu þeir bjuggu. Þannig sást Kaaberkaffi sjaldnast í hillum norðlenskra heimila og Bragakaffi var að sama skapi ekki flaggað sunnan heiða. En tímarnir breytast og mennirnir með. Þróun á kaffimarkaði hér á landi leiddi til þess að um síðustu aldamót runnu þessar tvær kaffibrennslur saman í eitt öflugt fyrirtæki, Nýju kaffibrennsluna.

Nýja kaffibrennslan framleiðir fjölda kaffitegunda undir ýmsum vörumerkjum og fer framleiðslan að öllu leyti fram á Akureyri. Heildsala O. Johnson & Kaaber sér svo um sölu og dreifingu sunnan heiða.
Nýja kaffibrennslan byggir því á gömlum grunni en heldur sér ungri með stöðugri þróun og endurbótum á afurðunum. Fyrirtækið framleiðir fjölda tegunda af hágæða kaffi og býður jafnframt viðskiptavinum sínum ýmsa þjónustu, s.s. leigu á kaffivélum og sölu á vörum tengdum kaffi. Sjá meira um það undir „þjónusta og ráðgjöf“.

    Meira um sögu Nýju kaffibrennslunnar hér.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn