Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Áherslur

Gæði og góð þjónusta eru þau atriði sem við leggjum helsta áherslu á í framleiðslunni. Við fáum prufur af öllu kaffi áður en stórar sendingar fara af stað til okkar. Prufurnar eru brenndar og smakkaðar í kaffibrennslunni á Akureyri og það er ekki fyrr en sérfræðingar okkar hafa gefið grænt ljós að gámar eru sendir af stað til Íslands.

Um leið og þeir eru komnir í hús er aftur tekin prufa úr sendingunni, hún brennd og smökkuð á staðnum áður en farið er að vinna úr hráefninu. Með þessu móti reynum við að tryggja að gæðin séu ávallt þau sömu.

Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og viljum þjóna honum á sem bestan hátt. Jafnframt reynum við af fremsta megni að búa svo um hnútana að hann njóti ávallt bestu kjaranna og fái kaffið sitt á sanngjörnu verði. 

Ilmurinn er indæll ... og bragðið eftir því!


 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn