Nýja Kaffibrennslan ehf

Hér setur þú lýsinguna á vefnum

Saga kaffisins

Sagan
Kaffiplantan í þeirri mynd sem hún þekkist í dag er sennilega eldri en mannkynið. Plantan er upprunnin í hitabeltislöndum Afríku einkum í Eþíópíu og hefur sennilega borist til annarra heimshluta einungis fyrir mannanna tilverknað.

Óljóst er hvernig og hvenær farið var fyrst að nota kaffiplöntuna til neyslu en líkast til hafa menn snemma komist að raun um hressandi áhrif koffíns í berjum og jafnvel laufi kaffitrésins. Tilviljun kann að hafa ráðið því að menn komust á snoðir um að baunirnar úr berjunum mætti hita eða brenna og þar með breyta bragðinu án þess draga úr hinum hressandi áhrifum. Ef til vill hafa menn í árdaga reynt að baka eða blanda kaffibaununum saman við annan bakstur og þannig fundið út þá aðferð sem í aðalatriðum er enn notuð við vinnslu baunanna.

Líklega hefur ræktun kaffiplöntunnar fyrst hafist í klaustrum í Eþíópíu og síðar í samskonar stofnunum á Arabíuskaganum, sennilega fyrst í Jemen. Margt bendir til þess að kaffi hafi borist frá Afríku yfir Rauðahafið á 13. eða 14. öld þótt ekki sé ljóst hvort Arabar hafi þá jafnframt brennt og drukkið kaffi með þeim hætti sem nú þekkist.

Arabar héldu allfast utan um þá kunnáttu sem þeir síðan öðluðust í ræktun og framleiðslu kaffis og það var ekki fyrr en 1658 að kaffiræktun var hafin á Ceylon að undirlagi Hollendinga og nokkru síðar var kaffiplantan komin í jörð á Jövu.

Vitað er um kaffiplöntur í jurtagarði í Amsterdam í upphafi 17 aldar. Þaðan barst svo kaffiplantan til Vesturheims.

Til Íslands kom kaffið frá Danmörku sennilega í lok 17. aldar.  Kaffi var þá helst á borðum heldri manna sem áttu í nánum samskiptum við Danmörku og líklega hefur kaffi ekki verði alþýðudrykkur hér í Reykjavík fyrr en um aldamótin 1900. Brennt og malað kaffi í neytendaumbúðum kom svo fyrst á markað 1924 þegar Kaffibrennsla OJK var stofnuð. Sjö árum síðar fengu Akureyringar svo sitt kaffi í neytendaumbúðum þegar Kaffibrennsla Stefán Árnasonar var stofnuð sem síðar varð Kaffibrennsla Akureyrar.

Kaffið er ræktað í 55-60 löndum, en NK kaupir kaffi frá helstu kaffiræktunarlöndunum Brasilíu, Kólumbíu, Mið-Ameriku, Afríku og Indónesíu.

Helstu kaffitegundir sem við seljum í verslunum eru kaffiblöndur þ.e. settar saman úr mörgum tegundum af kaffi.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn